Æfingatafla sumarsins tekur gildi 5. júní

Fótbolti

Knattspyrnusumarið er að fara á fullt og tekur æfingatafla yngri flokka gildi á morgun, miðvikudaginn 5. júní. Allir flokkar æfa alla virka daga í sumar fyrir utan 8. flokk sem æfir mánudags til fimmtudags.

Aðalbjörn Hannesson er yfirþjálfari yngri flokka og er hægt að senda honum línu ef einhverjar spurningar eru í alli@ka.is.

Opið er fyrir skráningu iðkenda í NÓRA, ka.felog.is.

Hægt er að dreifa greiðslum í Nóra í allt að 3 mánuði. Ef þörf er á lengri dreifingu eða semja um greiðslur þarf að hafa samband á fotbolti@ka.is 

Systkinaafláttur er 10% af hverju systkini - þriðja barn æfir frítt og þarf sú skráning að fara í gegnum Örnu Ívarsd. arna@ka.is

KA millideildaafsláttur 10%

Tómstundaávísun Akureyrarbæjar er kr 30.000 fyrir árið 2018.

Ef valið er að greiða með greiðsluseðli/um leggjast 390 kr við hvern seðil í seðilgjald. Við mælum því með því að greitt sé með kreditkorti, en þá leggst engin kostnaður við greiðsluna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is