Coerver skólinn er frábær jólagjöf

Fótbolti

Undanfarin tvö sumur hefur KA boðið fótboltakrökkum að taka þátt í Coerver Coaching skólanum á KA-svæðinu og verður engin undantekning á því næsta sumar. Nú þegar líður að jólum þá viljum við benda á að það er frábær jólagjöf fyrir áhugasama fótboltakrakka að fá aðgang í skólann næsta sumar í jólagjöf!

Krakkar fæddir árin 2005-2011 geta tekið þátt í skólanum en hann býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og er frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Tvær æfingar eru á dag, heitur hádegismatur er innifalinn milli æfinga sem og fyrirlestur um mataræði og hugarfar knattspyrnumanna.

Skólinn fer fram dagana 17.-21. júní næstkomandi sumar en eins og síðustu ár þá koma öflugir þjálfarar frá Evrópu og þjálfa eftir hugmyndafræði Coerver Coaching. Yfirþjálfari skólans er Heiðar Birnir Torleifsson.

Verð fyrir námskeiðið er 27.000 krónur á barn og er 10% systkinaafsláttur. Skráning í skólann fer fram á http://ka.felog.is

Alls voru rúmlega 170 krakkar á námsskeiðinu í ár og sem gekk ótrúlega vel upp og erum við rosalega þakklát þeim sem lögðu hönd á plög við að láta þetta allt ganga upp. Hér má sjá hópmyndir frá skólanum í sumar.


Allur Coerver hópurinn saman (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)


Yngri hópurinn (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)


Eldri hópurinn (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is