Frábær árangur KA á Stefnumóti helgarinnar

Fótbolti
Frábær árangur KA á Stefnumóti helgarinnar
KA2 vann C-liða keppnina um helgina

Það var heldur betur líf og fjör um helgina þegar Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu fór fram í Boganum og á KA-velli. Alls léku 22 lið frá 13 félögum á mótinu og voru leiknir í heildina 55 leikir sem gera rúmlega 32 klukkutíma af fótbolta!

KA senti tvö lið til leiks á mótinu og stóðu þau sig bæði mjög vel. A-liðið var í harðri baráttu í A-liða keppninni en þurfti á endanum að sætta sig við bronsið eftir jafntefli í lokaleiknum sínum. Með sigri hefðu stelpurnar hinsvegar staðið uppi sem sigurvegarar á mótinu, svo jöfn var toppbaráttan.

KA2 lék í C-liða keppninni og stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina eftir að hafa unnið alla leiki sína á mótinu fyrir utan einn. Það var eðlilega mikil gleði þegar bikarinn fór á loft!

Mótið tókst ákaflega vel og viljum við þakka öllum þeim sem komu að mótinu fyrir sitt framlag, hvort sem það eru sjálfboðaliðar, dómarar, leikmenn, þjálfarar eða foreldrar. Þá bendum við á að KA-TV sýndi alla leikina sem spilaðir voru í Boganum beint og er hægt að sjá alla leikina á YouTube rás KA-TV.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is