Gabriela Guillén til liðs við Þór/KA

Fótbolti
Gabriela Guillén til liðs við Þór/KA
Bjóðum Gabrielu velkomna norður!

Stjórn Þórs/KA hefur samið Gabrielu Guillén Alvarez, eða Gaby Guillén eins og hún er kölluð. Hún mun koma til liðsins um miðjan febrúar.

Gaby er fædd í Kosta Ríka 1992, en var í háskólaboltanum í Bandaríkjunum 2009-2012 þar sem hún spilaði fyrir Creighton Bluejays, lið Creighton-háskóla í Omaha, Nebraska. Hún kemur til Þórs/KA frá Deportivo Saprissa í heimalandinu. Hún hefur spilað sem vinstri bakvörður/vængmaður, en getur einnig spilað sem miðjumaður.

Hún á að baki 11 A-landsleiki með landsliði Kosta Ríka, ásamt því að hafa verið með liðinu á HM U17 og HM U20. Hún var í landsliði Kosta Ríka 2014, en þá vann liðið sér í fyrsta skipti rétt til að taka þátt í lokakeppni HM (2015) þar sem hún spilaði einn leik. Með landsliði Kosta Ríka vann hún til silfurverðlauna á Mið-Ameríku og Karabískahafsleikunum og sama ár var hún einnig í liði Kosta Ríka í undankeppni fyrir HM 2019, en liðið komst ekki áfram.

Gaby er um þessar mundir að ljúka keppni með liði sínu í heimalandinu, en í gær spiluðu þær fyrri úrslitaleikinn í deildinni, gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is