Glæsilegur árangur KA á Set-mótinu

Fótbolti
Glæsilegur árangur KA á Set-mótinu
Magnaður hópur hér á ferð!

Set-mótið fór fram um síðustu helgi á Selfossi en þar leika listir sínar strákar á yngra ári í 6. flokki. Alls sendi KA 6 lið á mótið eða samtals 36 strákar. Set-mótið er gríðarlega sterkt mót þar sem flest af öflugustu liðum landsins mæta til leiks.

Það má með sanni segja að árangur KA á mótinu hafi verið glæsilegur en strákarnir komu til baka með 2 gullverðlaun, 2 silfur og ein bronsverðlaun. Þá var Ísak Ernir Ingólfsson valinn markmaður mótsins og Róbert Darri Hafþórsson vann keppni í skothittni.

Það er ljóst að þarna fara gríðarlega efnilegir og öflugir strákar og verður gaman að fylgjast áfram með þeirra framgöngu í sumar.

Þjálfarar þeirra eru Aðalbjörn Hannesson, Andri Fannar Stefánsson, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Slobodan Milisic, Þorsteinn Már Þorvaldsson, Sindri Þór Skúlason, Björgvin Máni Bjarnason og Hákon Atli Aðalsteinsson.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is