Hákon og Einar í verkefnum með U15 og U17

Fótbolti
Hákon og Einar í verkefnum með U15 og U17
Strákarnir stóðu í ströngu með landsliðum sínum

Hákon Orri Hauksson og Einar Ari Ármannsson tóku á dögunum þátt í landsliðsverkefnum en Hákon Orri var valinn í U15 en Einar Ari í U17. U15 ára landsliðið tók þátt í UEFA Development móti í Póllandi þar sem strákarnir mættu Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum.

Hákon Orri kom inn á gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik mótsins og var í kjölfarið í byrjunarliðinu í leikjunum gegn Rússum og Pólverjum. Strákarnir töpuðu öllum þremur leikjunum en öðluðust klárlega mikilvæga reynslu á mótinu og verður klárlega spennandi að fylgjast með þeim í náinni framtíð.

Einar Ari var ónotaður varamaður í öllum leikjum U17 sem mætti Króatíu, Skotlandi og Armeníu í undankeppni EM en leikið var í Skotlandi. Rétt eins og hjá U15 töpuðust allir leikirnir og því ljóst að Ísland fer ekki áfram í milliriðla keppninnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is