Ívar Örn snýr aftur til KA úr láni

Fótbolti
Ívar Örn snýr aftur til KA úr láni
Frábært að fá Ívar aftur í gult og blátt!

KA hefur kallað Ívar Örn Árnason til baka úr láni frá Víking Ólafsvík þar sem hann hefur leikið í sumar. Ívar Örn er uppalinn í KA en hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum og því verið lánaður til Magna og Víkings Ólafsvík.

Það eru miklar gleðifregnir að fá Ívar aftur í gult og blátt og verður gaman að fylgjast með honum en hann lék afar vel með Ólafsvíkingum það sem af er sumri þar sem hann lék 10 leiki og gerði í þeim 1 mark. Alls hefur hann leikið 32 leiki í deild og bikar fyrir KA en hann leikur aðallega sem bakvörður.

Ívar er fæddur ári 1996 og er samningsbundinn KA út keppnistímabilið 2020. Faðir hans, Árni Freysteinsson, lék með KA og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 1989.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is