KA Podcastið: Arnar Grétars mættur norður

Fótbolti
KA Podcastið: Arnar Grétars mættur norður
Arnar ræddi málin við þá Hjalta og Siguróla

Hlaðvarpsþáttur KA snýr aftur eftir nokkra pásu en að þessi sinni fá þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Hreinsson til sín Arnar Grétarsson nýráðinn þjálfara KA í knattspyrnu til sín. Arnar er þrautreyndur í knattspyrnuheiminum og er heldur betur ástæða fyrir KA fólk að kynnast nýja stjóranum okkar.

Sem leikmaður lék Arnar alls 71 landsleik fyrir Íslands hönd auk þess sem hann lék í atvinnumennsku með Rangers, AEK Aþenu og Lokeren. Þá gegndi hann stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá stórliðunum AEK Aþenu sem og Club Brugge en hann hefur einnig þjálfað Breiðablik og Roeselare í Belgíu.

Þeir félagar fara yfir hina ýmsu hluti í spjalli sínu og klárt að þú vilt ekki missa af þessum þætti!

Við minnum á að KA Podcastið er aðgengilegt á Podcast veitu iTunes fyrir þá sem notast við það.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is