KA sigraði Fram í Lengjubikarnum

Fótbolti
KA sigraði Fram í Lengjubikarnum
Mynd - Þórir Tryggva.

KA lagði Fram að velli í leik liðanna í Lengjubikarnum í Egilshöllinni í gær. Þetta var annar leikur liðanna í mótinu en KA hafði unnið 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik sínum. Strákarnir fylgdu þeim flotta sigri eftir með góðum 1-2 sigri í gær.

 

Fram 1 - 2 KA

0 - 1 Elfar Árni Aðalsteinsson (’7) Stoðsending: Hallgrímur Mar
0 - 2 Almarr Ormarsson (’39) Stoðsending: Elfar Árni
1 - 2 Sjálfsmark (’55) 

Lið KA:
Aron Dagur, Haukur Heiðar, Brynjar Ingi, Torfi Tímoteus, Hrannar Björn, Andri Fannar, Daníel, Almarr, Guðjón Pétur, Hallgrímur Mar og Elfar Árni. 

Bekkur:
Ólafur Aron, Hallgrímur Jónasar, Birgir Baldvins, Alexander Groven, Sæþór Olgeirs, Þorri Mar og Bjarni Aðalsteins.

KA tók forystuna í leiknum eftir einungis 7 mínútur þegar að Hallgrímur Mar vann boltann af varnarmönnum Fram og gaf hann á Elfar Árna sem kom KA yfir með hnitmiðuðu skoti framhjá markverði heimamanna.

Áður en fyrri hálfleikur var úti jók KA forystuna en þá skilaði góð pressa KA liðsins því að Elfar Árni hirti boltann af varnarmanni heimamanna og gaf á Almarr sem skoraði í autt markið. Staðan í hálfleik 0-2 KA í vil.

Heimamenn í Fram voru líflegir í seinni hálfleik og tókst þeim að minnka muninn á 55. mínútu þegar að aukaspyrna frá þeim utan af velli hrökk af leikmanni KA og í netið. Lengra komust heimamenn hins vegar ekki og 1-2 sigur KA niðurstaðan.

KA liðið er eftir sigurinn á toppi riðilsins í Lengjubikarnum með fullt hús stiga. Næsti leikur liðsins er um næstu helgi í Akraneshöllinni þegar að liðið mætir Aftureldingu, laugardaginn 2.mars kl. 16:00. 

Hér má sjá mörkin úr leiknum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is