KA stelpur TM meistarar annað árið í röð!

Fótbolti
KA stelpur TM meistarar annað árið í röð!
Stelpurnar í KA1 áttu fullkomið mót!

TM mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar léku stelpur í 5. flokki listir sínar. KA sendi alls fjögur lið til leiks og má með sanni segja að stelpurnar hafi staðið sig eins og hetjur auk þess að skemmta sér konunglega á þessu stóra og flotta móti.

Stelpurnar í KA1 gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið en liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu, geri aðrir betur! Þetta er annað árið í röð sem að KA vinnur TM mótið og þriðja árið í röð sem KA vinnur titil á stóru móti í Vestmannaeyjum en KA strákar urðu Orkumótsmeistarar sumarið 2020.

Lið KA1, efri röð: Andri Freyr Björgvinsson, Þórdís Björg Davíðsdóttir, Þórunn Björg Hjartardóttir, Ásta Ninna Reynisdóttir, París Hólm Jónsdóttir, Anton Orri Sigurbjörnsson.
Neðri röð: Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Katla Hjaltey Finnbogadóttir, Sigyn Elmarsdóttir, Tinna Karitas Ólafsdóttir.

Stelpurnar í KA1 lögðu Breiðablik í úrslitaleiknum 1-0 þar sem Bríet Fjóla Bjarnadóttir gerði sigurmarkið en úrslitaleikurinn var gríðarlega spennandi en bæði lið höfðu unnið alla leiki sína fyrir úrslitaleikinn. Að móti loknu voru þær Bríet Fjóla og Katla Hjaltey Finnbogadóttir valdar í lið mótsins.

Annars stóðu öll lið okkar sig frábærlega og alveg ljóst að við getum verið afar stolt af starfinu okkar. Stelpurnar eru metnaðarfullar og ekki spurning að þær munu láta til sína taka í framtíðinni.

Lið KA2: Sif Sævarsdóttir, Elísa Lind Valdimaradóttir, Kristín Vala Helgadóttir, Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir, Aldís Ásgeirsdóttir, Þórdís Sunna Sævarsdóttir, Emilía Ósk Birkisdóttir og Aysu Mey Jónsdóttir.

Lið KA3 efri röð: Andrea Pála Brynjarsdóttir, Eyja B. Guðlaugsdóttir, Katrín Lilja Vilhjálmsdóttir og Telma Kristín Jóhannsdóttir.
Neðri röð: Herdís Elfarsdóttir, Regína Diljá Rögnvaldsdóttir, Oddný Elísa Häsler og Bríet Bjartey Kristjánsdóttir.

Lið KA4: Daðey Sigga Hilmarsdóttir, Ragnheiður Birta Dýradóttir, Steinunn Erla Ottesen Bragadóttir, Alexía Lív Hilmisdóttir, Berglind Gyða Benediktsdóttir, Ýma Rúnarsdóttir, Stella Kristín Júlíusdóttir og Björk Harðardóttir.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is