Knattspyrnuskóla KA lauk í dag

Fótbolti

Í dag lauk vikulöngum knattspyrnuskóla KA þar sem meistaraflokkur KA var með sérhæfðar æfingar fyrir hressa krakka fædda 2005-2012. Alls tóku þátt um 100 krakkar og var mjög gaman að fylgjast með þeim takast á við öðruvísi æfingar og taka við ráðleggingum frá hetjunum sínum í KA liðinu.


Smelltu á myndina til að sjá hana stærri

Allar æfingar skólans fóru fram í Boganum auk þess sem að Gunnleifur Gunnleifsson fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands mætti norður og hélt flottan fyrirlestur í KA-Heimilinu. Við erum mjög ánægð með hve vel var tekið í skólann og stefnum á að gera enn betur á næsta ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábært knattspyrnuár og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is