Knattspyrnuskóli KA í desember

Fótbolti

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu býður uppá Knattspyrnuskóla í næstu viku í Boganum fyrir krakka fædda 2005-2012 þar sem höfuðáhersla er á einstaklingsþjálfun. Leikmenn meistaraflokks KA munu í samráði við vel menntaða þjálfara setja upp æfingar sem munu nýtast vel ofan á þær æfingar sem krakkarnir stunda venjulega yfir sumarið og veturinn.

Til dæmis verður farið vel yfir varnarhreyfingar, aukaspyrnutækni og ýmislegt fleira sem nýtist á vellinum. Þá verður fyrirlestur um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum frá Silju Úlfarsdóttur sem er hlaupa- og afreksþjálfari með meiru.

Æfingarnar hefjast þriðjudaginn 18. desember

6.-7. flokkur æfir þriðjudag og fimmtudag kl. 14:00-15:30 og laugardag kl. 10:30-12:00
4.-5. flokkur æfa þriðjudag kl. 15:15-16:45, fimmtudag kl. 15:30-17:00 og laugardag kl. 9:00-10:30

Allir iðkendur mæta á fyrirlestur hjá Silju Úlfarsdóttur á föstudaginn.

Verð fyrir skólann er 8.500 kr. á einstakling en fast systkinagjald er 13.000 kr. sama hve mörg þau eru.

Skráning fer fram í netfanginu agust@ka.is þar sem taka skal fram fullt nafn iðkanda sem og fæðingarár. Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa hraðar hendur enda stutt í að skólinn hefjist.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is