Midtjylland knattspyrnuskóli á KA-svæðinu

Fótbolti

Dagana 11.-14. júlí næstkomandi verður KA með knattspyrnuskóla á KA-svæðinu í samstarfi við danska stórliðið FC Midtjylland og Niceair. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilega fótboltakrakka til að bæta sig enn frekar og ákaflega gaman að við getum boðið upp á skólann fyrir okkar iðkendur.

Aðalþjálfarar skólans eru þjálfarar í einni bestu akademíu Skandinavíu. Mikill metnaður er í öllu sem félagið gerir og því er mikil fagmennska í unglingastarfinu þeirra. Það eru því gleðitíðindi að fá þjálfara úr þeirra starfi til okkar núna í júlí.

Enn eru örfá laus sæti í eldri hópnum en athugið að uppselt er í yngri hópinn.

KA og FC Mitdjylland hafa átt í góðu sambandi síðustu ár.
⚽ 2016 fóru átta KA þjálfarar í heimsókn til FCM.
⚽ Haustið 2019 æfðu átta KA drengir með akademíuliðum félagsins.
⚽ Haustið 2021 æfðu fjórir KA drengir með akademíuliðum félagsins.

Þetta er frábært uppbrot á sumrinu en einnig gæðaæfingar og skemmtileg upplifun fyrir þátttakendur.

Árgangar 2010-2013 æfa fyrir hádegi og árgangar 2006-2009 æfa eftir hádegi.

https://www.sportabler.com/shop/ka/fcm


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is