Myndaveisla frá B-Íslandsmeistaratitli 4. karla

Fótbolti
Myndaveisla frá B-Íslandsmeistaratitli 4. karla
Bikarinn fór á loft á KA-velli! (mynd: Sævar Geir)

Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu B-Íslandsmeistarar í knattspyrnu á dögunum. Úrslitariðillinn var leikinn á KA-velli og mættu strákarnir liði Breiðabliks, Þrótti Reykjavík og HK í baráttunni um titilinn.

KA vann Þrótt í fyrsta leik 5-1 þar sem Bjarki Jóhannsson gerði 2 mörk og þeir Kristófer Gunnar Birgisson, Mikael Breki Þórðarson og Gabriel Lukas gerðu 1 mark hver.


Smelltu á myndina til að skoða myndir frá sigrinum á Breiðablik og fagnaðarlátunum í kjölfarið

Næst steinlágu HK-ingar 7-0 í leik þar sem Dagbjartur Búi Davíðsson og Gabriel Lukas gerðu báðir 2 mörk og þeir Lúkas Ólafur Kárason, Kristófer Gunnar og Hilmar Þór Hjartarson gerðu 1 mark hver.

Í lokaleiknum mættust KA og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um titilinn og unnu strákarnir sætan 2-1 sigur að lokum þar sem Dagbjartur Búi gerði bæði mörk KA. Strákarnir tryggðu sér þar með titilinn með fullu húsi stiga og þar að auki með markatöluna 14-2 í þremur leikjum!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is