N1 og KA gera nýjan fjögurra ára samning

Fótbolti
N1 og KA gera nýjan fjögurra ára samning
Fulltrúar KA og N1 við undirritunina í gær

Knattspyrnudeild KA og N1 gengu frá nýjum fjögurra ára samning sem skrifað var undir á N1 móti KA sem fer fram þessa dagana. Samningurinn felur í sér stuðningi N1 um framkvæmd N1 mótsins til næstu fjögurra ára auk þess sem félagið verður aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildar KA.

N1 mótið er ekki bara glæsilegt knattspyrnumót landsins heldur er oft tekið fyrsta skrefið í ferli sem á eftir að marka tímamót hjá sumum ásamt því að skapar minningar um góða skemmtun hjá öðrum.

"Við hjá N1 erum ákaflega stolt af þessum samninging og höfum átt virkilega gott samstarf við KA í gegnum árin. Við höfum náð í sameiningu að bjóða upp á stærsta og flottasta fótboltamót landsins sem er án efa hápunktur íþróttasumarsins hjá ungum knattspyrnuköppum. Við ætlum að halda áfram að skrifa saman í sögubækurnar" segir Eggert Þór Kristófersson forstjóri.

"N1 mótið er vissulega einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og fátt sem toppar að sjá einbeitinguna og gleðina í andlitum keppenda þegar þeir mæta til leiks hér nyrðra. Það eru forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1 alveg frábært" segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA.

Á myndinni má sjá Sævar Pétursson framkvæmdarstjóra KA, Hjörvar Maronsson formann knattspyrnudeildar KA, Eggert Þór Kristófersson forstjóra ásamt Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is