Óli Stefán með framsögu á morgun

Fótbolti

Það er sannkölluð veisla í hádeginu í KA-Heimilinu á morgun, föstudaginn 9. nóvember. Föstudagsframsagan fór frábærlega af stað í síðustu viku og nú mun Óli Stefán Flóventsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs KA, sitja fyrir svörum og halda framsögu um vonir og væntingar fyrir starfið hjá KA, hvernig hann sér hlutina fyrir sér og hvað það var sem lokkaði hann norður.

Honum til aðstoðar verður Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, sem hefur fingurnar í leikmannamálum félagsins. Vídalín veitingar munu bjóða uppá Kótilettur í raspi ásamt meðlæti fyrir aðeins 2.000kr. Þessi veisla hefst kl. 12:00 í KA-Heimilinu og við hlökkum til að taka á móti ykkur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is