Öruggur 6-0 sigur Þórs/KA á Selfossi

Fótbolti
Öruggur 6-0 sigur Þórs/KA á Selfossi
Öruggur sigur í dag (mynd: Sævar Geir)

Þór/KA tók á móti Selfyssingum í 4. umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Boganum í dag. Stelpurnar höfðu unnið góðan 2-5 sigur á ÍBV í síðasta leik og gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Þór/KA 6-0 Selfoss 
1-0 Sandra Mayor ('14, víti) 
2-0 Margrét Árnadóttir ('19) 
3-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('27) 
4-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('28) 
5-0 Sandra Mayor ('39) 
6-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('44)

Okkar lið hafði mikla yfirburði í leiknum og það tók tæpt kortér fyrir stelpurnar að taka forystuna en það gerði Sandra Mayor úr vítaspyrnu og næsti hálftíminn varð vægast sagt veisla fyrir stuðningsmenn okkar liðs.

Margrét Árnadóttir tvöfaldaði forystuna aðeins fimm mínútum síðar áður en Arna Sif Ásgrímsdóttir gerði þriðja markið á 27. mínútu. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði svo innan við mínútu síðar og staðan orðin 4-0.

Sandra Mayor og Arna Sif bættu svo báðar við mörkum fyrir hálfleik og voru hálfleikstölur því 6-0 og úrslitin vægast sagt ráðin.

Fleiri urðu mörkin ekki í þeim síðari en alls gerði Donni fimm breytingar í síðari hálfleik og nýtti því tækifærið vel í að koma sem flestum leikmönnum inn í spilið.

Stelpurnar eru því búnar að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar nú þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni en lokaleikur riðilsins er gegn Breiðablik í Boganum þann 30. mars klukkan 15:00. Fyrir leikinn eru Blikar í 2. sæti riðilsins tveimur stigum á undan Þór/KA og ansi líklegt að þessi lið muni mætast í undanúrslitunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is