Sjö fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

Fótbolti
Sjö fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1
Spennandi verkefni framundan!

KA á alls sjö fulltrúa í hæfileikamótun KSÍ og N1 sem fer fram næstu daga. Í hæfileikamótuninni koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu og fá þar smjörþefinn af því að æfa í því umhverfi sem yngrilandslið Íslands vinna í.

Uppfært! Vegna meiðsla þurfti Andri Valur Finnbogason að draga sig útúr æfingahópnum og í hans stað var Sigursteinn Ýmir Birgisson valinn í hópinn.

Strákarnir hefja æfingar á morgun og munu æfa næstu þrjá daga í Skessunni í Hafnarfirði. Fulltrúar KA eru þeir Andri Valur Finnbogason, Aron Daði Stefánsson, Halldór Ragúel Guðbjartsson, Jóhann Mikeal Ingólfsson, Mikeal Breki Þórðarson og Sigursteinn Ýmir Birgisson.

Stelpurnar æfa svo 27.-29. október næstkomandi og munu rétt eins og strákarnir æfa í Skessunni. Fulltrúar KA eru þær Katla Bjarnadóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir.

Við óskum okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is