Tap gegn Keflavík í Lengjubikarnum

Fótbolti
Tap gegn Keflavík í Lengjubikarnum
Svekkjandi niðurstaða í dag

KA og Keflavík mættust í dag í A-deild Lengjubikarsins í Boganum. KA leiddi í hálfleik 1-0 en gestirnir frá Keflavík skoruðu tvö mörk í þeim síðari og unnu sanngjarnan 1-2 sigur.

KA 1 - 2 Keflavík
1 - 0 Nökkvi Þeyr Þórisson (’17) Stoðsending: Rodrigo
1 - 1 Tómas Óskarsson (’53)
1 - 2 Tómas Óskarsson (’55) 

Lið KA:
Kristijan Jajalo, Brynjar Ingi, Hallgrímur J, Mikkel Qvist, Hrannar Björn, Almarr, Rodrigo, Andri Fannar, Nökkvi Þeyr, Sveinn Margeir og Gunnar Örvar

Bekkur:
Aron Dagur, Áki, Ottó Björn, Ýmir Már, Angantýr Máni, Adam Örn og Bjarni Aðalsteins.

Skiptingar:
Bjarni Aðalsteins inn - Sveinn Margeir út ('46)
Angantýr Máni inn - Mikkel Qvist út ('60)
Ýmir Már inn - Gunnar Örvar út ('71)
Adam Örn inn - Brynjar Ingi út ('71)
Áki Sölva inn - Rodrigo út ('82)

Keflavík mætti mjög vel til leiks í dag og var liðið að pressa vel á KA liðið sem var í basli í upphafi leiks. KA voru hins vegar alltaf líklegir í föstum leikatriðum og eftir aðeins tíu mínútna leik átti nýr leikmaður KA, Mikkel Qvist langt innkast skapaði usla í markteig gestanna og mátti minnstu muna að Brynjar Ingi kæmi KA yfir. 

Skömmu seinna var aftur hætta í vítateig gestanna en nú eftir hornspyrnu en þá skallaði Haddi boltann á Rodrigo sem átti skot í átt að markinu og náði Nökkvi Þeyr að þeyta boltanum áfram í netið af stuttu færi og KA komið yfir.

Gestirnir áttu nokkur ákjósanleg marktækifæri fram að hálfleik en náðu ekki að nýta þau og KA því með forystuna í hálfleik 1-0 þvert gegn gangi leiksins.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum

Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og byrjuðu Keflvíkingar hann með látum og snéru leiknum sér í vil á nokkra mínútna kafla með laglegum spilkafla. Fyrst var það Tómas Óskarsson sem skoraði með laglegu skallamarki eftir góðan samleik gestanna. 

Aðeins tveimur mínútum seinna var Tómas aftur á ferðinni og skoraði hann af stuttu færi eftir mistök í vörn KA en gestirnir léku KA liðið grátt á þessum kafla. 

Undir lok leiksins sýndi KA loksins klærnar og gerði sig líklegt til jafna metin en allt kom fyrir ekki og 1-2 tap gegn Keflavík staðreynd. 

Úrslit leiksin þýða það að Keflavík fer upp fyrir KA í riðlinum og eru sem stendur í öðru sæti riðilsins á eftir Víkingi R. sem eru efstir en KA er í því fjórða með 4 stig eftir þrjá leiki. KA á tvo leiki eftir í Lengjubikarnum áður en íslandsmótið hefst. 

Næst verða það bikarmeistarar Víkings á Víkingsvelli þann 7.mars og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð2Sport. Lokaleikur KA í riðlinum og síðasti heimaleikur verður svo fimmtudaginn 12. mars þegar Magni frá Grenivík kemur í heimsókn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is