17 fulltrúar KA á úrtaksæfingum

Fótbolti

Yngriflokkastarfið hjá knattspyrnudeild KA er í miklum blóma um þessar mundir og á félagið alls 17 fulltrúa í úrtakshópum U-15 og U-16 ára landsliða Íslands. Antonía Huld Ketilsdóttir var í gær valin á úrtaksæfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun æfa dagana 23.-25. nóvember og er Jörundur Áki Sveinsson þjálfari hjá þessum aldursflokki.

Þeir Alex Máni Garðarsson, Birgir Valur Ágústsson og Gunnlaugur Rafn Ingvarsson voru nýverið valdir á úrtaksæfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands. Davíð Snorri Jónasson stýrir landsliði Íslands í þessum aldursflokki.

Þá fóru fram úrtaksæfingar á vegum KSÍ hér fyrir norðan á dögunum fyrir stráka og stelpur 15 ára og yngri. KA átti alls 7 stráka í hópnum og 6 stelpur hvorki meira né minna! Fulltrúar KA í hópunum voru þau Björgvin Máni Bjarnason, Elvar Freyr Jónsson, Garðar Gísli Þórisson, Haraldur Máni Óskarsson, Hákon Atli Aðalsteinsson, Rajko Rajkovic, Sigurður Brynjar Þórisson, Heiðdís Birta Jónsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jónína Maj Sigurðardóttir, Marey D. Maronsdóttir Olsen, Móheiður Ólafsdóttir og Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir.

Við óskum þessum glæsilegu fulltrúum KA til hamingju með valið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is