5-1 sigur á HK í Lengjubikarnum

Fótbolti
5-1 sigur á HK í Lengjubikarnum
Mynd - Sævar Geir

KA og HK mættust í dag í Boganum í A-deild Lengjubikarsins. KA liðið gat með sigri tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

KA 5 - 1 HK

1 - 0 Andri Fannar Stefánsson (’29) Stoðsending: Hallgrímur Mar
2 - 0 Guðjón Pétur Lýðsson (’33) Stoðsending: Haukur Heiðar
3 - 0 Sæþór Olgeirsson - Víti (’56)
3 - 1 Arnþór Ari Atlason (’74)
4 - 1 Þorri Mar Þórisson (’88) Stoðsending: Nökkvi Þeyr
5 - 1 Nökkvi Þeyr Þórisson (’91) Stoðsending: Almarr

Lið KA:

Aron Elí, Hrannar Björn, Torfi Tímoteus, Brynjar Ingi, Haukur Heiðar, Alexander Groven, Andri Fannar, Almarr, Guðjón Pétur, Hallgrímur Mar og Sæþór.

Bekkur:

Aron Dagur, Ólafur Aron, Birgir Baldvins, Steinþór Freyr, Nökkvi Þeyr,Þorri Mar og Bjarni Aðalsteins.

Skiptingar:

Haukur Heiðar út – Bjarni Aðalsteins inn (’46)
Sæþór Olgeirs út – Þorri Mar inn (’59)
Guðjón Pétur út – Nökkvi Þeyr inn (’80)
Alexander út – Ólafur Aron inn (’89)
Hallgrímur Mar út – Steinþór Freyr inn (’89)

 Liðið í dag gegn HK

KA var líkt og oft áður í Lengjubikarnum mikið með boltann og stýrði leiknum. Eftir rúmlega hálftíma leik komst KA yfir. Þá átti Andri Fannar skalla upp í horn á Hallgrím Mar sem lék lystilega á varnarmann HK og gaf aftur á Andra sem var kominn inn í teig og kláraði færið auðveldlega. 1-0 fyrir KA.

Örstuttu seinna bætti KA í foryustuna þegar að Haukur Heiðar átti flotta sendingu inn fyrir vörn gestanna þar sem Guðjón Pétur tók  gott hlaup og komst einn á móti markanni og skoraði hann framhjá Arnari Frey í marki HK og staðan 2-0 fyrir KA. Eftir markið róast leikurinn aðeins og staðan í hálfleik 2-0 KA í vil.

Síðari hálfleikurinn var fjörlegur eins og svo oft áður hjá KA í vetur. KA komst í 3-0 þegar að Hrannar átti góða sendingu inn á Sæþór sem var brotið á og réttilega dæmd vítaspyrna. Sæþór fór sjálfur á punktinn og skoraði úr vítinu 3-0.

Gestirnir í HK náðu svo að minnka muninn þegar að það voru 16 mínútur eftir af leiknum. Framherji þeirra var þá flaggaður rangstæður en dómari leiksins tók yfir ákvörðun aðstoðardómarans og vildi meina að KA maður hefði snert boltann og því ekki rangstöðu að ræða. Upp úr þessu barst boltinn til Arnþórs Ara Atlasonar sem þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Algjör negla og staðan 3-1 og tæpur stundarfjórðungur eftir af leiknum.

Tæpum fimm mínútum síðar fékk Ásgeir Börkur í liði HK að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og KA einum fleiri restina af leiknum.

KA bætti í sóknarleikinn í restina en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem KA bætti fjórða markinu við. Það kom eftir góða pressu frá KA liðinu og átti Hallgrímur sendingu á Nökkva Þeyr sem átti laglega sendingu á bróður sinn Þorra Mar sem skoraði af öryggi af stuttu færi. Staðan 4-1 fyrir KA.

Í uppbótartíma innsiglaði KA svo sigurinn þegar að Almarr átti góða sendingu inn fyrir þar sem Nökkvi Þeyr lagði boltann fyrir sig með vinstri og skoraði með góðu hægri fótar skoti framhjá markverði HK. Mögnuð innkoma hjá Nökkva Þeyr, mark og stoðsending á síðustu tíu mínútum leiksins. Stutt seinna var flautað til leiks loka og lokastaðan 5-1 fyrir KA.

Með sigrinum er KA komið í undanúrslit Lengjubikarsins þetta árið en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum. Einn leikur er hins vegar eftir í riðlinum og er hann á sunnudaginn næskomandi þegar að Fjölnismenn koma í heimsókn norður.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is