8 KA strákar til FC Midtjylland til æfinga

Fótbolti
8 KA strákar til FC Midtjylland til æfinga
Spennandi tækifæri framundan hjá strákunum

Dagana 4.-9. nóvember næstkomandi munu átta strákar á vegum KA fara til æfinga hjá danska félaginu FC Midtjylland. Strákarnir fá þar að æfa við aðstæður sem eru á pari við þær bestu á Norðurlöndunum og verður gaman fyrir þá að kynnast slíku umhverfi.

FC Midtjylland hefur orðið danskur meistari árin 2015 og 2018 auk þess sem þeir urðu bikarmeistarar árið 2019. Hjá félaginu í dag eru 3 ungir íslendingar á samningi og því mikil tenging hingað til lands. Það er von okkar í KA að samstarfið milli KA og FC Midtjylland haldi áfram næstu ár og fleiri slíkar heimsóknir verði farnar á næstu árum.


Mikil spenna er komin í hópinn

Drengirnir sem fara í þetta skemmtilega verkefni eru fæddir árin 2004-2007 en þetta eru þeir Björgvin Máni Bjarnason, Hákon Orri Hauksson, Ágúst Ívar Árnason, Sindri Sigurðarson, Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson, Valdimar Logi Sævarsson og Mikael Breki Þórðarson.

Með drengjunum í för verða þjálfararnir Hallgrímur Jónasson og Aðalbjörn Hannesson en þeir munu taka þátt í öllum æfingum og fá því að kynnast starfi FC Midtjylland. Við óskum þeim öllum góðs gengis og fáum að færa fréttir af ferð þeirra hér á heimasíðunni við fyrsta tækifæri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is