Callum Williams bestur á lokahófi KA

Fótbolti
Callum Williams bestur á lokahófi KA
Callum, Daníel og Ásgeir (mynd: Sævar Geir)

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. KA festi sig í sessi sem úrvalsdeildarfélag er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir.

Callum Williams var valinn besti leikmaður og Daníel Hafsteinsson var valinn sá efnilegasti. Þá var Ásgeir Sigurgeirsson markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk í sumar.

Daníel Hafsteinsson hlaut Móðann og er þar með leikmaður ársins hjá Vinum Móða.

Bjarni Mark Antonsson var leikmaður ársins hjá Schiöthurum.

Regína Margrét Siguróladóttir hlaut svo Dorrann.


Markasyrpa með öllum mörkum KA í sumar

Aron Elí Gíslason gerði upp tímabilið fyrir hönd leikmanna og fór svo fyrir því að heiðra og þakka þjálfarateyminu fyrir allt þeirra magnaða starf. Þá var Daníel Hafsteinsson verðlaunaður sem sektarsjóðskóngurinn en hvort að það séu eftirsótt verðlaun er hinsvegar annað mál!

Tufa fráfarandi þjálfari KA varð heiðraður og fékk platta frá KA með fjölda leikja fyrir félagið bæði sem leikmaður og þjálfari. Tufa fékk að sjálfsögðu gríðarlegt uppklapp frá salnum og var það fallegt augnablik en Tufa hefur gefið gríðarlega mikið til félagsins á þeim 12 árum sem hann hefur verið hjá KA.

Sævar Geir Sigurjónsson myndaði lokahófið í bak og fyrir og hægt er að smella á myndina hér fyrir neðan til að sjá allar myndir hans frá kvöldinu.


Smelltu á myndina til að sjá allar myndirnar frá lokahófinu


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is