Jafntefli gegn KR

Almennt
Jafntefli gegn KR
Mynd - Sævar Geir

KA og KR gerðu í dag markalaust jafntefli á Greifavellinum í dag að viðstöddum rúmlega 700 áhorfendum. Leikurinn var afar jafn og niðurstaðan eftir því.

KA 0 – 0 KR

Áhorfendatölur:

734 áhorfendur

Lið KA:

Kristijan Jajalo, Andri Fannar, Brynjar Ingi, Callum Williams, Alexander Groven, Almarr Ormars (fyrirliði), Iosu Villar, David Cuerva, Hallgrímur Mar, Ásgeir Sigurgeirs og Elfar Árni.

Bekkur:

Yankuba Colley, Haukur Heiðar, Birgir Baldvins, Hrannar Björn, Nökkvi Þeyr, Sæþór Olgeirs og Bjarni Aðalsteins.

Liðið í dag

Skiptingar:

Hrannar Björn inn – David Cuerva út (’57)

Nökkvi Þeyr inn – Ásgeir Sigurgeirs út (’77)

Sæþór Olgeirs inn – Elfar Árni út (’87)

KA mætti toppliði KR í 18. umferð Pepsi Max Deildarinnar í dag á Greifavellinum á Akureyri. Aðstæður til knattspyrnu voru hinar bestu. Lítilsháttar vindur og völlurinn smá blautur.

Fyrri hálfleikur leiksins var vægast sagt bragðdaufur og var töluvert jafnræði í leiknum og deildu liðin boltanum jafnt á milli sín og voru varfærnisleg í leik sínum. Gestirnir í KR áttu tvö hálffæri í fyrri hálfleiknum það fyrra þegar að Ægir Jarl átti skot að marki KA úr þröngu færi en Jajalo varði vel. Það seinna kom þegar að Óskar Örn komst í fínt skotfæri en skaut boltanum yfir markið. KA liðið hélt boltanum ágætlega innan liðsins og varðist vel en það vantaði aðeins meira upp á, á síðasta þriðjungi vallarins. Staðan í hálfleik markalaus.

Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en KA liðið var sterkari aðilin en það vantaði samt alltaf eitthvað upp á. Til marks um hversu bragðdaufur þessi leikur spilaðist var aðeins eitt skot sem rataði á markið í leiknum og kom það í fyrri hálfleik. Bæði lið voru þétt til baka og ákaflega lítið um marktækifæri.

KA-maður leiksins: Brynjar Ingi Bjarnason (Var feykilega öflugur í vörninni í dag. Sterkur í loftinu sem og í návígum. KA liðið var þétt í dag og varðist sem ein heild og gaf fá færi á sér.)

Næsti leikur KA er á laugardaginn næsta þegar að við heimsækjum Suðurnesin og förum til Grindavíkur í sannkölluðum stórleik þar sem við mætum Túfa og félögum í Grindavík. Hefst sá leikur kl. 16:00 og hvetjum við alla KA menn sem hafa tök á að styðja við bakið á liðinu í þessum ótrúlega mikilvæga leik í baráttunni sem eftir er í Pepsi Max deildinni.

Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is