KA Podcastið - 27. október 2018

Almennt | Handbolti

Eftir smá tæknivandræði þá birtum við hér nýjustu útgáfu hlaðvarpsþáttar KA. Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson renna yfir stöðuna í handboltanum en KA gerði jafntefli við ÍR á dögunum eftir stórt tap gegn Stjörnunni þar áður. KA/Þór hefur farið vel af stað en tapaði þó síðasta leik á ævintýralegan hátt. Þá er Ungmennalið KA á toppi 2. deildar með fullt hús stiga.

Gestur þáttarins er enginn annar en Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri félagsins og ræðir hann um rekstrarumhverfi KA auk þess sem hann fer yfir þær breytingar sem orðið hafa á félaginu undir hans stjórn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is