Hörkuleikur KA og Vals árið 1998

Handbolti
Hörkuleikur KA og Vals árið 1998
Leó Örn stóð fyrir sínu (mynd: mbl)

Handknattleiksdeild KA þakkar kærlega fyrir frábæran stuðning í styrktarleik KA og KA/Þór sem hefur verið í gangi að undanförnu. Þökk sé þessari frábæru þátttöku birtum við nú hörkuleik KA og Vals í úrslitakeppninni 1998 í lýsingu Gunnars Níelssonar (Gunna Nella).

Liðin mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins en KA var Deildarmeistari og hafði því heimaleikjaréttinn. Hér rifjum við upp fyrsta leikinn sem fór fram í KA-Heimilinu þann 2. apríl 1998. KA liðið var með þá reglu að fyrir hvern sigurleik í úrslitakeppninni voru dregnir út leikmenn sem þurftu að lita hárið á sér og því mátti sjá nokkrar furðulega hárstíla hjá liðinu.

Að sjálfsögðu geta áhugasamir enn lagt verkefninu lið en reikningsupplýsingarnar eru eftirfarandi:

Millifærsluupplýsingar
Reikningsnúmer: 0162-26-11888
Kennitala: 571005-0180

Mörk KA: Vladimir Goldin 4, Hilmar Bjarnason 4/3, Halldór Jóhann Sigfússon 3, Björgvin Þór Björgvinsson 2, Karim Yala 2, Sverre Andreas Jakobsson 2 og Leó Örn Þorleifsson 1 mark

Mörk Vals: Einar Örn Jónsson 5/3, Jón Kristjánsson 5/4, Davíð Ólafsson 3, Daníel Ragnarsson 2, Ingi Rafn Jónsson 1 og Sigfús Sigurðsson 1 mark.

Í markinu varði Sigtryggur Albertsson 15 skot fyrir KA og Guðmundur Hrafnkelsson 13/1 fyrir Valsmenn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is