8 frá KA á Evrópukeppnum smáþjóða

Blak

Blakdeild KA á alls 8 fulltrúa í íslensku landsliðunum sem taka þátt í Evrópukeppnum smáþjóða um helgina. Kvennalandsliðið leikur að Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið leikur í Færeyjum og spennandi verkefni framundan.

Í næstu viku hefst undankeppni Evrópumóts hjá U22 ára landsliði karla sem og U21 árs landsliði kvenna. Blaksambandið ákvað því að taka mið af þeim verkefnum hvað varðar landsliðshópana sem leika á mótum helgarinnar.

Þeir Birkir Freyr Elvarsson, Börkur Marinósson, Draupnir Jarl Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldvinsson og Sölvi Páll Sigurpálsson eru í karlalandsliðinu sem keppir eins og áður segir í Færeyjum. Í kjölfarið munum þeir Börkur, Draupnir, Gísli og Sölvi leika í undankeppni EM með U22 ára landsliðinu en Ísland mætir þar Úkraínu, Danmörku og Tyrkjum en leikið verður í Tyrklandi.

Þær Heiðbrá Björgvinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir eru í kvennahópnum sem mætir um helgina liðum Skotlands, Írlands og Færeyja að Varmá í Mosfellsbæ. Allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á YouTube rás Blaksambandsins.

Í kjölfarið fara þær Heiðbrá og Jóna til Svartfjallalands með U21 þar sem Ísland mætir Svartfjallalandi, Tyrklandi og Póllandi í undankeppni EM.

Það eru því afar spennandi verkefni framundan hjá okkar mögnuðu fulltrúum og óskum við þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is