KA á 5 fulltrúa í U21 ára landsliði Íslands í fótbolta

Fótbolti
KA á 5 fulltrúa í U21 ára landsliði Íslands í fótbolta
Torfi er einn af fimm fulltrúum KA í U21 landsliði

KA mun eiga fimm fulltrúa í U21 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga um miðjan mánuðinn. Þetta eru þeir: Aron Dagur Birnuson, Aron Elí Gíslason, Torfi Tímóteus Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson. 

Æfingarnar fara fram í Kórnum helgina 16.-17. febrúar og verða drengirnir flottir fulltrúar KA. Þetta er í fyrsta sinn sem KA á fimm fulltrúa í þessu landsliði en landsliðsþjálfarar eru Arnar Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen.

KA og Breiðablik eru einu félögin á landinu sem eiga svona marga fulltrúa!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is