KA sækir ÍA heim klukkan 18:00

Fótbolti

Það er loksins komið að næsta leik í fótboltanum þegar KA sækir ÍA heim upp á Skipaskaga. Strákarnir hafa verið í leikjapásu vegna landsliðsverkefnisins sem Brynjar Ingi Bjarnason tók þátt í. Leikurinn í dag hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á stod2.is fyrir áskrifendur Stöð 2 Sport.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs, áfram KA!

Síðast þegar KA vann deildarsigur upp á Skipaskaga vannst 2-4 sigur en það var sumarið 2014 er liðin kepptu í 1. deildinni. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir með stórglæsilegu marki á 9. mínútu en Garðar Bergmann Guðlaugsson jafnaði metin skömmu síðari fyrir ÍA með marki úr vítaspyrnu. Atli Sveinn Þórarinsson kom KA hinsvegar aftur yfir með skalla á 18. mínútu og KA leiddi 1-2 í hálfleik.

Arsenij Buinickij kom KA í 1-3 eftir laglegt spil á 49. mínútu en Jón Vilhelm Ákason færði Skagamönnum líflínu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 80. mínútur. Hallgrímur Mar slökkti þó endanlega vonir Skagamanna er hann gerði sitt annað mark og fjórða mark KA í uppbótartíma og 2-4 útisigur KA staðreynd.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is