Sigur á Grindavík

Fótbolti
Sigur á Grindavík
Mynd - Þórir Tryggva.

KA og Grindavík mættust í dag í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á Akureyrarvelli. KA hafði betur 2-1 í hörkuleik.

KA 2 - 1 Grindavík

1 - 0 Emil Lyng (’38) Stoðsending: Steinþór
2 - 0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’42) Stoðsending: Emil
2 - 1 Simon Smidt (’52)

Lið KA:

Rajko, Hrannar Björn, Guðmann, Vedran, Callum, Aleksandar, Almarr, Hallgrímur, Steinþór Freyr, Emil Lyng og Elfar Árni.

Bekkur:

Aron Dagur, Ólafur Aron, Ásgeir, Davíð Rúnar, Daníel, Bjarni og Bjarki Þór.

Skiptingar:

Steinþór Freyr út – Ásgeir inn (’46)
Elfar Árni út – Ólafur Aron inn (’75)
Almarr út – Daníel inn (’86)

Leikurinn dag hófst með látum í dag en strax á 3. mínútu fengu KA vítaspyrnu þegar að Aleksandar átti flotta sendingu inn á Steinþór Frey sem var felldur innan teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Elfar Árni tók vítið en Kristijan Jajalo gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Elfari.

Eftir vítaspyrnuna gerðist ákaflega lítið og var mikið jafnræði í leiknum. Bæði lið voru róleg í sóknaraðgerðum sínum. En á fjögurra mínútna kafla undir lok hálfleiksins færðist heldur betur fjör í leikinn.

Á 38. mínútu gaf Steinþór boltann á Emil rétt fyrir utan teig og Emil þrumaði boltanum í vinstra markhornið og söng boltinn í netinu og KA komið yfir. Aðeins nokkrum mínútum síðar gerðist varnarmaður Grindavíkur sekur um slæm mistök þegar að hann skallaði boltann upp í vindinn og endaði boltinn hjá Emil Lyng sem gaf inn fyrir á Hallgrím Mar sem kláraði færið vel og kom KA í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik.

Gestirnir í Grindavík byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir einugis nokkrar mínútur átti Simon Smidt skot fyrir utan teig sem skoppaði yfir Rajko og í netið og staðan orðinn 2-1. Grindvíkingar nýttu sér vindinn sem liðið var með í bakið í seinni hálfleik og voru gífurlega hættulegir í sýnum aðgerðum.

En eftir því sem leið á leikinn virtist eins og krafturinn væri úr gestunum í Grindavík og skapaðist lítil hætti fyrir framan mark KA. Lauk leiknum því með 2-1 sigri. KA liðið með sterk þrjú stig í síðasta heimaleik tímabilsins 

Nivea KA-maður leiksins: Emil Lyng (Skoraði fyrsta mark KA og lagði upp á Grímsa í seinna markinu. Flottur leikur hjá Dananum.)

Síðasti leikur tímabilsins hjá KA er gegn ÍBV næsta laugardag þegar að KA liðið heldur til Vestmannaeyja og etur kappi við heimamenn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Hefst leikurinn kl. 14.00. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is