Stuðhelgi Þórs/KA og heimaleikur

Fótbolti

Það er heilmikil dagskrá í kringum Þór/KA um helgina sem liðið kallar stuðhelgi. Ýmis dagskrá er í boði sem hægt er að sjá fyrir neðan en einnig mun liðið taka á móti Selfyssingum í Boganum í Lengjubikarnum klukkan 15:00 og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.

Leikurinn er styrktarleikur og kostar 500 krónur inn ef fólk vill taka þátt í átakinu. Auk þess verður harðfiskur til sölu til styrktar liðinu okkar.

Á milli klukkan 10 og 12 í Hamri og Þórsvelli verður markaðsdagur leikmanna þar sem til að mynda fatnaður, heimabakstur, harðfiskur og allskonar fleira verður til sölu. Þá verður stuðningsmannafjör þar sem hægt verður að hitta leikmenn, fengið mynd og eiginhandaráritanir. Þá verður áheitahlaup hjá Christopher Harrington en hann mun hlaupa hringinn um Þórsvöll eins oft og hann getur í 60 mínútur.

Að þessari dagskrá lokinni verður spinningtími á líkamsræktinni Bjarg milli klukkan 12 og 13 en aðgangur að þessum flotta tíma kostar 2.000 krónur.

Á morgun, sunnudag, er svo leikur hjá Hömrunum gegn Fjarðabyggð/Leikni/Hetti í Boganum klukkan 15:00 og er sama plan og hjá Þór/KA, 500 krónur inn og harðfiskur til sölu.

Þá bendum við á að frjáls framlög eru einnig mjög vel þegin enda ýmis kostnaður sem fylgir jafn metnaðarfullu starfi og er rekið í kringum Þór/KA. Reikningsnúmerið er 0566-26-6004 og kennitala er 640909-1020. Safnbaukar og posar verða á svæðinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is