Þegar KA lagði CSKA Sofia (myndband)

Almennt | Fótbolti
Þegar KA lagði CSKA Sofia (myndband)
Hafsteinn Jakobsson skoraði sigurmark KA í leiknum

KA lék sinn fyrsta evrópuleik þegar Búlgarska stórliðið CSKA Sofia mætti á Akureyrarvöll þann 19. september árið 1990. KA hafði orðið Íslandsmeistari árið 1989 og keppti því fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1990.

Fyrirfram var búist við mjög erfiðum leik enda CSKA Sofia stórveldi og margfaldir Búlgarskir meistarar. En KA-menn spiluðu frábærlega verðskulduðu sigurinn fyllilega og hefðu hæglega unnið með meiri mun. Eina mark leiksins á 16. mínútu, Ormarr Örlygsson braust þá af miklu harðfylgi að endamörkum hægra megin og sendi boltann út á Hafstein Jakobsson sem skoraði með góðu skoti.

Smelltu hér til að lesa allt það helsta um leikinn

Lið KA í leiknum:
Haukur Bragason, Steingrímur Birgisson, Halldór Halldórsson, Halldór Kristinsson, Ormarr Örlygsson, Bjarni Jónsson (Árni Hermannsson 67.), Gauti Laxdal, Heimir Guðjónsson, Hafsteinn Jakobsson, Jón Grétar Jónsson, Kjartan Einarsson (Þórður Guðjónsson 73.)

Áhorfendur: 1.208


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is