Þrjár KA stelpur á úrtaksæfingum landsliða

Fótbolti
Þrjár KA stelpur á úrtaksæfingum landsliða
Stelpurnar eiga sætið svo sannarlega skilið!

KA á þrjá fulltrúa á komandi úrtaksæfingum fyrir yngri landslið kvenna í knattspyrnu. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var valin í U17 ára hópinn, Iðunn Rán Gunnarsdóttir í U16 og þá var hún Tanía Sól Hjartardóttir valin í U15 ára hópinn.

U17 landsliðið mun æfa helgina 22.-24. janúar en bæði U16 og U15 munu æfa helgina 29.-31. janúar næstkomandi og fara æfingarnar fram í Skessunni í Kaplakrika. Jörundur Áki Sveinsson þjálfar U17 og U16 ára landsliðin en Lúðvík Gunnarsson þjálfar U15 ára landsliðið.

Það er ljóst að þetta er afar spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og óskum við þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is