U19 ára landsliðið á EM í sumar!

Fótbolti
U19 ára landsliðið á EM í sumar!
Jakobína, Kimberley og Ísfold eru í liðinu

U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu kvenna gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í lokakeppni EM með frábærum 2-1 sigri á Svíþjóð. Þar áður hafði liðið unnið 1-0 sigur á Danmörku og hefur því tryggt sér sæti í lokakeppninni þrátt fyrir að lokaleikurinn gegn Úkraínu sé enn eftir.

Innbyrðisviðureignir telja ef lið enda jöfn og er íslenska liðið því öruggt með sæti í lokakeppninni fyrir lokaumferðina en Þór/KA á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Jakobína Hjörvarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir.

Þetta eru hreint út sagt stórkostlegar fréttir og verður afar spennandi að fylgjast með stelpunum á stóra sviðinu í sumar en EM fer fram í Belgíu dagana 18.-30. júlí og taka aðeins átta lið þátt í mótinu sem segir ansi mikið um hve mikið afrek þetta er hjá stelpunum að tryggja sér þátttökurétt á mótinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is