Vetrartöflur yngriflokka knattspyrnudeildar KA

Fótbolti

Vetrarstarfið í fótboltanum hefst föstudaginn 2. september. Flokkaskiptin hjá árgöngum 2008 og yngri eiga sér þá stað fyrir utan þau lið sem eru enn í úrslitakeppnum. Þjálfarar setja inn á Sportabler æfingaplan fyrir þá iðkendur sem enn eru á Íslandsmóti.

Septembertaflan tekur gildi eins og fyrr segir föstudaginn 2. september og verða allar æfingar úti á KA-velli út september svo framarlega sem veður leyfir.


Smelltu á septembertöfluna til að sjá hana stærri

Iðkendur í 2. og 3. flokk fá einnig æfingaplan frá þjálfurum á Sportabler.

Það verður rúta fyrir 14:00-15:00 æfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum frá Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Naustaskóla í september. Þegar æfingar hefjast í Boganum verður einnig rúta fyrir 6.-7. flokk frá sömu skólum sem og Lundarskóla.

Styrktaræfingar fyrir 2.-4. flokk hefjast í október og verða auglýstar á Sportabler.

Í kjölfarið tökum við stutt vetrarfrí og tekur vetrartaflan svo gildi þann 15. október sem verður fram í maí.


Smelltu á vetrartöfluna til að sjá hana stærri


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is