Yfirlýsing frá stjórn Þórs/KA og Hamranna

Fótbolti

Stjórn Þórs/KA og Hamranna harmar umræður um málefni tveggja leikmanna félagsins sem voru lánaðar til knattspyrnudeildar Fram fyrr í sumar, en æfðu áfram með Þór/KA vegna búsetu þeirra á Akureyri, og stóð til að kalla til baka nú í ágúst.

Þess í stað bauð stjórnin þeim að ljúka samningum við félagið svo að ekkert myndi aftra þeim í að spila knattspyrnu í sumar þar sem þær vildu m.a. vegna reglna KSÍ um fjölda félagaskipta á hverju tímabili. Niðurstaðan var því sú að ljúka samningum þeirra við félagið og hafa þær báðar fengið bein félagaskipti við Fram.

Það er haft að leiðarljósi að vinna að leikmannamálum af heilindum og ávallt með hagsmuni leikmanna félagsins í fararbroddi og að þeir fái tækifæri til að vaxa og dafna í íþróttinni. Það er því ekki ætlunin að tíunda meira um þau atriði sem urðu þess valdandi og er það gert af virðingu og umhyggju fyrir leikmönnunum og öðrum leikmönnum félagsins. 

Stjórnin vill koma á framfæri þökkum til leikmannanna fyrir framlag sitt til félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Það eru spennandi tímar hjá Þór/KA, mikil endurnýjun þar sem ungir og efnilegir leikmenn eru að spila stórt hlutverk í þeim verkefnum sem framundan eru í Pepsi Max deildinni þar sem seinni hálfleikur var að hefjast ásamt 8 liða úrslitum í Mjólkurbikarnum og því hyggst stjórn Þórs/KA ekki tjá sig frekar um þetta mál á opinberum vettvangi.

Stjórn Þórs/KA og Hamranna".


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is