KA Podcastið: Jonni, Stebbi og Óli Stefán

Almennt | Fótbolti | Handbolti

Það er heldur betur góð stjórn á hlutunum í KA Podcastinu þessa vikuna en Jónatan Magnússon og Stefán Árnason þjálfarar meistaraflokks KA í handbolta fara yfir stöðuna fyrir Opna Norðlenska mótið sem hefst á morgun auk þess sem þeir ræða aðeins hina skemmtilegu æfingaferð sem KA og KA/Þór eru nýkomin úr.

Þá mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu í gott spjall um stöðuna og komandi leiki í Pepsi Max deildinni. Spennan er gríðarleg í fótboltanum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af sumrinu. Ekki missa af skemmtilegum þætti!

Við minnum á að KA Podcastið er aðgengilegt á Podcast veitu iTunes.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is