10 leikmenn framlengja við KA/Þór

Handbolti

Alls skrifuðu 10 leikmenn undir nýja samninga við KA/Þór á dögunum og má því með sanni segja að allt sé að verða klárt fyrir komandi handboltavetur. KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni þann 14. september þegar liðið tekur á móti Fram.

Fimm leikmenn skrifuðu undir uppeldissamning en það voru þær Ólöf Maren Bjarnadóttir, Anna Marý Jónsdóttir, Helga María Viðarsdóttir, Telma Lísa Elmarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir.

Svala Svavarsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir skrifuðu báðar undir eins árs samning.

Þá skrifuðu þær Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Arna Valgerður Erlingsdóttir og Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir undir tveggja ára samning við félagið.

Allar stelpurnar eru uppaldnar hjá KA/Þór og gríðarlega gaman að sjá hve margir leikmenn skila sér upp í meistaraflokk og halda uppi okkar öfluga liði.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is