Áki og Kata í úrvalsliði síðari hluta Olísdeildanna

Handbolti
Áki og Kata í úrvalsliði síðari hluta Olísdeildanna
Áki og Kata eru vel að þessu komin!

Í uppgjörsþætti Seinni Bylgjunnar um síðari hluta Olís deildanna var valið í úrvalslið bæði hjá körlunum og konunum. KA og KA/Þór eiga tvo fulltrúa en það eru þau Áki Egilsnes og Katrín Vilhjálmsdóttir.

Áki var valinn besta hægri skyttan en hann átti frábæran vetur með KA liðinu sem tryggði sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu. Áki gerði alls 138 mörk í vetur auk þess sem hann átti 65 stoðsendingar.

Katrín var valin besti vinstri hornamaðurinn en Kata átti magnaðan vetur er KA/Þór stimplaði sig inn í 5. sæti Olís deildarinnar. Kata gerði 66 mörk í vetur en hún var einnig klettur í vörn liðsins og algjör lykilpóstur í okkar frábæra liði.

Óskum þeim Áka og Katrínu til hamingju og viljum á sama tíma þakka Stöð2Sport fyrir frábæra umfjöllun um handboltann í vetur. Hlökkum strax til að hefja næsta tímabil!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is