Breytingar á þjálfarateymi KA í handbolta

Handbolti
Breytingar á þjálfarateymi KA í handbolta
Jonni og Sverre munu stýra KA (mynd Þórir Tryggva)

Jónatan Magnússon verður aðalþjálfari handknattleiksliðs KA næsta vetur og honum til aðstoðar verður Sverre Andreas Jakobsson. Í vetur hafa þeir Jónatan og Stefán Árnason stýrt liðinu saman en Stefán stígur nú til hliðar. Jonni verður áfram yfirþjálfari yngriflokka KA meðfram þjálfun meistaraflokks.

Stefán verður áfram yfir afreksstarfi handknattleiksdeildar KA sem og í yngriflokkaþjálfun og er það gríðarlega jákvætt að halda Stefáni áfram innan okkar raða enda ákaflega öflugur og metnaðarfullur þjálfari sem hefur gert frábæra hluti fyrir félagið.

Sverre hefur ásamt Andra Snæ Stefánssyni stýrt ungmennaliði KA sem og þriðja flokk karla í vetur en stígur nú skrefið inn í meistaraflokk. Sverre er eins og flestir vita uppalinn í félaginu og býr yfir gríðarlegri reynslu eftir glæstan leikmannaferil sinn.

KA hefur fest sig í sessi i efstu deild á síðustu tveimur tímabilum og verður gaman að fylgjast með þeim Jonna og Sverre halda því starfi áfram. Mikill uppgangur hefur verið í handboltanum hjá KA síðustu þrjú ár og á því verður byggt áfram.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is