Avis og Blakdeild KA framlengja

Blak

Avis bílaleiga og Blakdeild KA hafa framlengt samning sinn og því ljóst að blakliðin okkar öflugu njóta því áfram góðs stuðnings frá Avis í vetur. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda hefur Avis verið einn stærsti styrktaraðili Blakdeildar undanfarin ár.

Við þökkum Avis kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum áfram til að vinna náið með þeim í uppgangi blaksins hér á Akureyri.

Þá minnum við á að Ofurbikarinn í blaki er í fullum gangi og er KA-TV með beinar útsendingar frá KA-Heimilinu í dag og á morgun.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is