Mateo Castrillo framlengir við KA um 2 ár

Blak
Mateo Castrillo framlengir við KA um 2 ár
Brynja og Mateo handsala samninginn

Blakdeild KA hefur gert nýjan tveggja ára samning við Miguel Mateo Castrillo og mun hann því áfram leika lykilhlutverk í karlaliði KA auk þess að þjálfa kvennalið félagsins. Þetta er stórt skref í áframhaldandi velgengni blakdeildar KA en karla- og kvennalið félagsins unnu alla titla sem í boði voru á nýliðnu tímabili.

Mateo var langstigahæsti leikmaður Mizunodeildarinnar á síðustu leiktíð með 420 stig og skipti sköpum í frábærum árangri karlaliðs KA. Þá stýrði hann kvennaliði félagsins til sigurs í öllum keppnum og tók þar með þátt í að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins en áður hafði kvennalið KA einu sinni orðið Deildarmeistari.

Við hlökkum mjög til áframhaldandi samstarfs með Mateo og munum færa frekari fréttir af leikmannamálum blakdeildar á næstu vikum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is