Háspennuleikur ţegar KA og Valur mćttust í kvöld

Handbolti
Háspennuleikur ţegar KA og Valur mćttust í kvöld
Frá leiknum í kvöld, mynd Ţórir Tryggvason

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţađ hafi veriđ geggjađur leikur í KA heimilinu í kvöld ţegar KA tók á móti stórliđi Vals. Valsliđiđ er klárlega eitt best skipađa liđ deildarinnar en KA liđiđ sýndi strax ađ ţađ ćtlađi ađ selja sig dýrt. Jafnt var á fyrstu tölum upp í 3-3 en ţá kom frábćr kafli heimamanna sem skoruđu nćstu ţrjú mörk og stađan orđin 6-3.

Valsarar tóku leikhlé sem skilađi ţeim aftur ţrem mörkum í röđ og allt í járnum sem var reyndin ţađ sem eftir lifđi fyrri hálfleiks en stađan 9-9 í hálfleik.

Jovan Kukobat átti stórleik í KA markinu og varđi fjölmörg skot úr opnum fćrum, í Valsmarkinu var Daníel Freyr sömuleiđis í miklum ham og ţeir klárlega bestu menn vallarins.

Tímalína fyrri hálfleiks 

Sama ströggliđ hélt áfram í seinni hálfleik, KA međ frumkvćđiđ í leiknum fyrstu tólf mínúturnar en međ ţrem Valsmörkum í röđ snerist dćmiđ viđ. Munurinn varđ ţó áfram eitt til tvö mörk Val í vil. Ţegar sex mínútur voru eftir náđu Valsmenn ţriggja marka forskoti, 17-20 en tvö KA mörk í röđ hleyptu heldur betur fjöri í húsiđ.

Ţegar mínúta var eftir af leiknum var stađan 20-21 og Valur í sókn. Sú sókn varđ ógnarlöng og viđburđarík, höndin var komin upp, KA menn vildi fá skref á Magnús Óla en dómararnir ráku ţess í stađ Jón Heiđar Sigurđsson af velli, sem var afar sérstök ákvörđun ţví ef eitthvađ var hefđi Heimir Örn átt ađ fá reisupassann. Fyrir vikiđ fór höndin niđur og Valur fékk nýja sókn. Jovan varđi en Valsmenn náđu frákastinu en boltinn síđan dćmdur af Val. KA menn geystust í sókn en Valsmenn höfđu náđ ađ biđja um leikhlé í öllum látunum og fengu ţví boltann einu sinni enn. Upp úr ţví náđi Agnar Smári ađ skora lokamark leiksins og tryggja Valsmönnum tveggja marka sigur 20-22.

Tímalína seinni hálfleiks 

Vissulega svekkjandi fyrir heimamenn ađ fá ekkert út úr leiknum eftir hetjulega framgöngu ţar sem vörn og markvarsla var til mikillar fyrirmyndar. Sóknin hefur oft gengiđ betur en ţess ber ađ gćta ađ Valsvörnin var sömuleiđis gríđarlega sterk og Daníel Freyr í ham í Valsmarkinu.

Mörk KA: Tarik Kasumovic 6, Andri Snćr Stefánsson 5 (2 úr vítum), Áki Egilsnes 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Dagur Gautason og Sigţór Gunnar Jónsson 1 mark.
Í markinu varđi Jovan Kukubat 20 skot.

Mörk Vals: Anton Rúnarsson 9 (3 úr vítum), Magnús Óli Magnússon 7, Agnar Smári Jónsson 3, Róbert Aron Hostert 1, Ryuto Inage 1 og Stiven Tobar Valencia 1 mark.
Daníel Freyr Andrésson varđi 16 skot í Valsmarkinu, ţar af eitt vítakast.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is