KA/Þór sækir Fram heim í dag

Handbolti

Það er heldur betur krefjandi verkefni framundan hjá KA/Þór í dag þegar liðið sækir Fram heim klukkan 14:00. Framarar hafa gríðarlega sterku liði á að skipa en stelpurnar okkar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og mæta því fullar sjálfstrausts í leikinn.

Einn þriðji er búinn af Olís deild kvenna og fyrir leikinn er Fram í 2. sæti með 12 stig en KA/Þór er í 4. sætinu með 8 stig.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Safamýrina og styðja stelpurnar til sigurs. Fyrir þá sem ekki komast verður hann í beinni á YouTube síðu Fram og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is