Selfoss - KA/Ţór í beinni í kvöld

Handbolti
Selfoss - KA/Ţór í beinni í kvöld
Hulda og stelpurnar eru klárar í slaginn!

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í kvöld ţegar KA/Ţór sćkir liđ Selfoss heim klukkan 20:00 í 15. umferđ deildarinnar. Ţetta verđur ţriđja viđureign liđanna í vetur en leikin er ţreföld umferđ hjá konunum og er leikur kvöldsins fyrsti leikur í síđasta ţriđjungnum. Leikurinn átti ađ fara fram í gćr en var frestađ vegna ófćrđar.

Fyrir leikinn er KA/Ţór í 5. sćti deildarinnar međ 13 stig en Selfoss er á botni deildarinnar međ 4 stig og sárvantar sigur til ađ fćrast nćr HK og Stjörnunni.

Ţađ má međ sanni segja ađ KA/Ţór sé búiđ ađ vera međ gott tak á Selfyssingum í fyrri leikjunum en stelpurnar unnu 18-23 útisigur í október ţar sem okkar liđ náđi snemma góđu taki á leiknum og vann sannfćrandi sigur.

Liđin mćttust svo aftur í KA-Heimilinu fyrir tćpum mánuđi síđan og ţá vannst 33-22 stórsigur í líklega besta leik okkar liđs í vetur. Stelpurnar gjörsamlega keyrđu yfir liđ gestanna og léku viđ hvern sinn fingur.

Ţrátt fyrir tvo góđa sigra á Selfyssingum í vetur og ţađ ađ liđiđ sé á botni deildarinnar má alls ekki vanmeta liđiđ en til ađ mynda var liđiđ hársbreidd frá ţví ađ leggja toppliđ Vals ađ velli eftir skellinn gegn okkar liđi en Selfoss leiddi 27-25 ţegar ţrjár mínútur lifđu leiks.

Viđ hvetjum ađ sjálfsögđu ţá sem geta til ađ drífa sig í Hleđsluhöllina á Selfossi og hvetja stelpurnar okkar til sigurs en fyrir ţá sem komast ekki verđur leikurinn í beinni útsendingu á Selfoss-TV og er hćgt ađ nálgast útsendinguna hér fyrir neđan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is