Myndaveislur frß endurkomu KA gegn Stj÷rnunni

Handbolti
Myndaveislur frß endurkomu KA gegn Stj÷rnunni
Stemningin var magn■rungin undir lokin (mynd: EBF)

KA tˇk ß mˇti Stj÷rnunni Ý 7. umfer­ OlÝs deildar karla Ý KA-Heimilinu Ý gŠr Ý grÝ­arlega mikilvŠgum leik. BŠ­i li­ Štla sÚr Ý ˙rslitakeppnina Ý vor og muna­i einungis einu stigi ß li­unum fyrir leikinn og ■vÝ ljˇst a­ stigin tv÷ yr­u ansi dřrmŠt.

FŠreyingarnir tveir Ý li­i KA ■eir ┴ki Egilsnes og Allan Nor­berg voru fjarri gˇ­u gamni vegna veikinda og mß me­ sanni segja a­ gestirnir hafi nřtt sÚr ■a­ Ý upphafi leiks. KA li­i­ ßtti erfitt me­ a­ finna taktinn sˇknarlega og gestirnir fengu ˇfß hra­aupphlaupin.

Sta­an var 4-10 fyrir Stj÷rnunni eftir um 14 mÝn˙tna leik og ■eir Stefßn og Jˇnatan neyddust til a­ taka sitt anna­ leikhlÚ til a­ reyna a­ koma strßkunum Ý gang. ═ kj÷lfari­ kom meira jafnvŠgi Ý leikinn og hßlfleikst÷lur voru 13-18.

TÝmalÝna fyrri hßlfleiks


Smelltu ß myndina til a­ sko­a myndir Egils Bjarna frß leiknum

Strßkarnir ger­u fyrstu tv÷ m÷rk seinni hßlfleiks og fengu tŠkifŠri ß a­ minnka muninn ni­ur Ý tv÷ m÷rk en ■a­ tˇkst ekki og gestirnir nß­u aftur fimm marka forystu. ┴fram muna­i fimm m÷rkum ß li­unum er tŠpt kortÚr lif­i leiks og Ý raun lÝti­ sem ekkert sem benti til ■ess a­ KA fengi stig ˙t˙r leiknum.

En KA li­i­ er alls ekki ■ekkt fyrir a­ leggja ßrar Ý bßt og strßkunum tˇkst a­ minnka muninn ni­ur Ý tv÷ m÷rk, 23-25 og 24-26, og enn voru um fjˇrar mÝn˙tur eftir af leiknum. ═ kj÷lfari­ fÚkk KA li­i­ m÷guleika ß a­ minnka muninn Ý eitt mark en ■ess Ý sta­ tapa­ist boltinn og Stj÷rnumenn geystust fram og juku forskot sitt aftur Ý ■rj˙ m÷rk.

Ůa­ var ■vÝ ekki bjart ˙tliti­ ■egar innan vi­ tvŠr mÝn˙tur lif­u leiks en Jˇn Hei­ar Sigur­sson braust Ý gegn og minnka­i muninn Ý 25-27. KA li­i­ fˇr Ý framarlega ma­ur ß mann v÷rn sem enda­i Ý ■vÝ a­ Dagur Gautason stal boltanum og broti­ var ß honum er hann reyndi skot yfir allan v÷llinn. Andri SnŠr Stefßnsson fˇr ■vÝ ß vÝtapunktinn og minnka­i muninn Ý eitt mark.


Smelltu ß myndina til a­ sko­a myndir Hannesar PÚturssonar frß leiknum

Boltinn var dŠmdur af Stj÷rnum÷nnum er um 35 sek˙ndur lif­u leiks og KA li­i­ stillti upp Ý sˇkn, h˙n enda­i me­ a­ Dagur fˇr inn ˙r frekar erfi­u fŠri Ý horninu en hann klßra­i ■a­ glŠsilega og jafna­i metin Ý 27-27. Enn var tÝmi eftir ß klukkunni en strßkarnir ger­u frßbŠrlega Ý a­ standa v÷rnina og ni­ursta­an ■vÝ jafntefli.

TÝmalÝna seinni hßlfleiks

Ůa­ ver­ur a­ hrˇsa li­inu grÝ­arlega fyrir karakterinn a­ koma til baka ˙r st÷­u sem virtist t÷pu­ og kreista fram jafntefli. Ůß sÚrstaklega ■egar liti­ er til ■ess a­ ■a­ vanta­i bß­a FŠreysku vinstri handarmennina Ý li­i­ og ■ß nß­i Tarik Kasumovic sÚr engan veginn ß strik Ý leiknum.

┴ l÷ngum tÝmum Ý leiknum voru allir ˙tileikmenn li­sins uppaldir KA strßkar og var virkilega gaman a­ sjß ■ß gefa sig alla Ý verkefni­ me­ flottum stu­ning Ý KA-Heimilinu.

Patrekur Stefßnsson var besti ma­ur vallarins en hann fˇr fyrir sˇknarleiknum og ger­i alls 9 m÷rk Ý leiknum. Andri SnŠr Stefßnsson ger­i 4 m÷rk ˙r vÝtak÷stum, Dagur Gautason ger­i 4 m÷rk, DanÝel MatthÝasson 3, Jˇn Hei­ar Sigur­sson 3, Sig■ˇr Gunnar Jˇnsson 2, Jˇhann Einarsson 1 og DanÝel Írn Griffin 1 mark.

═ markinu var­i Jovan Kukobat 6 skot, ■ar af a­eins 1 Ý fyrri hßlfleik og ver­ur a­ vi­urkennast a­ li­i­ ver­ur a­ fß fleiri var­a bolta til a­ vinna leiki.

En Ý heildina er ni­ursta­an grÝ­arlega jßkvŠ­ og var hrikalega gaman a­ upplifa stemninguna Ý h˙sinu ■egar mest ß reyndi. Ůa­ er ekki nokkur spurning a­ KA-Heimili­ er besta handboltah˙s landsins og er hvergi betra a­ vera ■egar vi­ nßum upp ■eirri stemningu sem rÝkti Ý gŠr.

NŠsti leikur er strax ß laugardaginn er strßkarnir sŠkja Framara heim Ý Safamřrina og er um annan risaleik a­ rŠ­a ■ar en a­eins munar einu stigi ß li­unum og vŠri ansi sterkur leikur a­ sŠkja ˙tisigur um helgina. Vonandi ver­a FŠreyingarnir tveir b˙nir a­ nß sÚr fyrir ■ann slag.


KnattspyrnufÚlag Akureyrar á| áDalsbraut 1 600 Akureyri á| áS. 462 3482 á| áhandbolti@ka.is