Risahandboltadagur í dag! KA-TV í beinni

Handbolti

Það er enginn smá handboltadagur í dag í KA-Heimilinu en KA/Þór tekur á móti Val í Olís deild kvenna klukkan 14:30 og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Stemningin var svakaleg á mánudaginn og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í allan vetur.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja bæði liðin okkar og verður hægt að kaupa bæði Lemon og Greifapizzur á svæðinu þannig að hungur er ekki vandamál!

Fyrir ykkur sem ómögulega komist í KA-Heimilið þá verður KA-TV með beina útsendingu frá báðum leikjum og má sjá þær hér fyrir neðan.

KA/Þór - Valur | Olís deild kvenna | 15. sept. kl. 14:25

KA - Haukar | Olís deild karla | 15. sept. kl. 16:50


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is