Selfyssingar höfðu betur í bikarnum

Handbolti
Selfyssingar höfðu betur í bikarnum
Heimir Örn Árnason gekk vasklega fram í leiknum

KA tók á móti úrvalsdeildarliði Selfoss í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni karla síðastliðinn fimmtudag. Fyrirfram mátti búast við erfiðum leik enda Selfoss á miklu skriði í Olís deildinni. Leikurinn fór þó fjörlega af stað og skiptust liðin á að hafa forystuna upp í stöðuna 5-5. Þá kom erfiður kafli hjá KA liðinu þar sem ótal boltar töpuðust og Selfyssingar refsuðu með fjölmörgum hraðaupphlaupsmörkum. Selfyssingar skoruðu fimm mörk í röð og komnir með þægilega forystu, 5-10.


Áki Egilsnes og Daði Jónsson í baráttu við Selfyssinga

Það forskot hélst að mestu fram að hálfleik en KA mönnum tókst að minnka muninn í fjögur mörk fyrir leikhlé en hálfleiksstaðan var 12-16, gestunum í vil.

Tímalína fyrri hálfleiks

Selfyssingar bættu við mörkum í upphafi seinni hálfleiks og juku forskotið í sjö mörk, 15-22 eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þótt KA mönnum tækist að klóra í bakkann náðist ekki að koma muninum neðar en fimm mörk og svo fór að lokum að Selfyssingar unnu sjö marka sigur, 22-19 og eru þar með komnir áfram í Bikarkeppninni en KA situr eftir.

Tímalína seinni hálfleiks

Markaskorun KA manna dreifðist nokkuð vel í leiknum: Áki Egilsnes 4, Dagur Gautason 4, Sigþór Árni Heimisson 4. Heimir Örn Árnason 3, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Sigþór Gunnar Jónsson 3, Andri Snær Stefánsson 1 mark.

Í markinu varði Jovan Kukobat 10 skot, þar af eitt vítakast. Þar að auki vakti framganga Svavars Inga Sigmundssonar heldur betur athygli en Svavar kom þrívegis inná til að reyna við vítaköst og varði þau öll.


Svavar Ingi ver eitt af þremur vítaköstum með tilþrifum

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 8, Árni Steinn Steinþórsson 6, Einar Sverrisson 6, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 4 og Teitur Örn Einarsson 1 mark.

Þetta var síðasti leikur KA liðsins á árinu og næsta verkefni er ekki fyrr en laugardaginn 27. janúar þegar Mílan kemur norður í Grill 66 deild karla.

Þórir Tryggvason sendi myndir frá leiknum og er hægt að skoða þær með því að smella hér.
Einnig sendi Hannes Pétursson myndir frá leiknum sem hægt er að skoða með því að smella hér.

Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og hægt að rifja leikinn upp í spilaranum hér að neðan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is