Sjö fulltrúar KA/Þórs í landsliðsvali

Handbolti
Sjö fulltrúar KA/Þórs í landsliðsvali
Hulda Bryndís er valin í afrekshóp kvenna

KA/Þór á alls sjö fulltrúa þegar öll kvennalandslið Íslands koma saman til æfinga og keppni í alþjóðlegri landsliðsviku í lok mars. A-landslið kvenna mun leika tvo leiki í undankeppni fyrir EM við Slóveníu heima 21.mars og að heiman þann 25. mars.

Afrekshópur leikmanna sem leika á Íslandi kemur saman til æfinga í Reykjavík 18.-22. mars og æfir samhliða A-landsliðinu.

U20 ára landsliðið tekur þátt í undankeppni fyrir HM, riðill Íslands verður leikinn í Vestmannaeyjum 23.-25.mars. Liðið æfir í Reykjavík 18.-21. mars og heldur til eyja 22. mars.

U18 og U16 ára liðin koma saman til æfinga í Kópavogi helgina 23.-25. mars.

Fulltrúar KA/Þórs eru:
Hulda Bryndís Tryggvadóttir (Afrekshópur kvenna)
Aldís Ásta Heimisdóttir (U20 ára landslið kvenna)
Ásdís Guðmundsdóttir (U20 ára landslið kvenna)
Margrét Einarsdóttir (U18 ára landslið kvenna)
Ólöf Marín Hlynsdóttir (U18 ára landslið kvenna)
Rakel Sara Elvarsdóttir (U16 ára landslið kvenna)
Helga María Viðarsdóttir (U16 ára landslið kvenna)

Jónatan Magnússon er aðstoðarlandsliðsþjálfari A-liðs kvenna.

Alla hópana og frekari upplýsingar má sjá hér, á heimasíðu HSÍ.

Við óskum stelpunum okkar til hamingju með landsliðsvalið!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is