Styrktu KA/Þór og KA

Handbolti

Nú um mánaðarmótin mun koma inn valgreiðslukrafa til allra Akureyringa sem geta þá lagt handknattleiksliðunum KA og KA/Þór lið í sinni baráttu í Olísdeildunum. 

Eins og hjá öðrum hefur rekstur handboltaliðana verið þungur í ljósi margra áfalla vegna heimsfaraldursins Covid19 og annarra samverkandi þátta. Handboltadeildin fór þá á þá leið að bjóða fólki að greiða valgreiðslukröfu til þess að styrkja liðin.

Eftirfarandi tilkynning er frá handknattleiksdeildinni:

Nú um mánaðarmótin mun birtast í heimabankanum hjá öllum Akureyringum valgreiðslukrafa frá handboltaliðunum KA og KA/Þór sem bæði leika í Olís-deildinni. Gríðarlega öflugt starf er unnið hjá þessum tveimur liðum til þess að geta tekið þátt í deildum þeirra bestu á Íslandi.

Kvennalið KA/Þór vann sinn fyrsta titil í byrjun september þegar að þær lögðu Íslands- og bikarmeistara Fram að velli í Meistarakeppni HSÍ. Það eru ekki nema 7 ár síðan að KA/Þór tók þátt annaðhvort ár í Íslandsmótinu, en hitt árið var leikið í utandeild. Í dag er liðið eitt það öflugasta á landinu, byggt upp á heimastelpum sem hafa valið að leika með sínu félagi og vera búsettar á Akureyri til þess að spila handbolta.

Karlalið KA var endurvakið 2017. Liðið fór upp um deild strax á fyrsta ári og hefur síðan þá vakið verðskuldaða athygli í Olís-deild karla. Bæði með leikgleði og stemningu að leiðarljósi, sem oft vill einkenna handboltann í KA-heimilinu.

Við hjá KA og KA/Þór sjáum mikinn fjölgun iðkenda og aukinn áhuga á handboltaíþróttinni þegar hlutirnir eru vel gerðir. Þegar fyrirmyndirnar eru til staðar fyrir unga iðkendur og þegar liðin okkar tvö hafa á svona flottu fólki að skipa.

Gríðarlega gott samstarf hefur alla tíð verið milli KA og KA/Þór kvennaliðs og verður engin breyting þar á í ár – þess vegna er farið í þessa fjáröflun sameiginlega. Heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir hefur verið högg fyrir rekstrarumhverfi liðanna, bæði vegna áhorfendaleysis og annarra ófyrirséðra ástæðna. Þess vegna leitum við til ykkar, kæru Akureyringar.

Kjósir þú að greiða þessa valkröfu að upphæð 2990kr styrkir þú handboltadrengi og stúlkur á Akureyri til dáða í deildum þeirra bestu. Áfram handbolti og áfram KA og KA/Þór

Fyrir þá sem eru ekki búsettir á Akureyri er hægt að greiða inn á reikning handknattleiksdeildar KA eða KA/Þór

0162-26-11888 kt 571005-0180 fyrir handknattleiksdeildin

0162-26-200165 kt 570919-0910 fyrir kvennaráð KA/Þór

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is